Við erum með neyðarþjónustu allan sólarhringinn 695-0522
Varnir og eftirlit er alhliða fyrirtæki á sviði meindýravarna og eftirlits.
Við þjónustum fjölmarga aðila með reglubundnum hætti og vinnum með heimilum þegar þörf er á.
Viðskiptavinir okkar eru fyrirtæki af flestum stærðum og gerðum. Þar á meðal má telja flugfélög og þjónustuaðila í fluggeiranum, skipafélög, vöruflutningafélög, hótel, veitingahús, fiskvinnslur, húsfélög, fasteignafélög, heildverslanir, framleiðslufyrirtæki, vatns- og gosdrykkjaframleiðendur, ýmis félagasamtök, verslanir, bensínstöðvar, tölvufyrirtæki, gagnavörslur, heilsuræktarstöðvar, leikskóla, framhaldsskóla, íþróttahús, sundlaugar, félagsþjónustu, opin svæði og þannig mætti lengi telja.
Við vinnum samkvæmt GÁMES (HACCP). Verkferlar og verklag uppfylla því ströngustu kröfur. Félagið er aðili að erlendum samtökum á sviði meindýreftirlits og þannig tryggjum við að við séum ávallt með nýjustu upplýsingar og tækni sem völ er á og getum boðið bestu mögulegu ráðgjöf þegar til okkar er leitað. Allir starfsmenn VE hafa fengið þjálfun og lokið þeirri menntun sem nauðsynleg er til að geta starfað við eyðingu meindýra.
Félagið vistar öll gögn varðandi meindýravarnir og -eftirlit í Pestscan á sérstakri vefsíðu viðskiptavinarins. Öll gögn eru því aðgengileg á þægilegan hátt fyrir viðskiptavininn.
Nafnið Varnir og Eftirlit, er stytting á meindýravarnir og -eftirlit, enda er aðal starf okkar forvarnir gegn meindýrum og eyðing þeirra, sé þess þörf.
Í ljósi öflugra samgangna til og frá landinu, síðari ár er meiri hætta varðandi smit af ýmsu tagi. Við rekumst sífellt á nýjar tegundir skordýra og ná sumar hverjar fótfestu hérlendis.