Professional Pest Control Inspection System

 

 

 

 

Upplýsingar um fyrirtækið

 

 

 

Nafnið Varnir og Eftirlit, er stytting á meindýravarnir og meindýraeftirlit en orðið meindýr hefur yfirleitt neikvæða merkingu í hugum fólks. Fatnaður starfsmanna og bifreiðar fyrirtækisins eru merktar nafni fyrirtækisins sem ber ekki með sér neikvæða merkingu, enda er aðal starf okkar forvarnir gegn meindýrum og eyðing þeirra, sé þess þörf. 

 

 

Starfsmenn fyrirtækisins vinna samkvæmt gæðastaðli GÁMES (HACCAP). 

 

Varnir og Eftirlit er aðili að bandarískum, breskum, þýskum og norskum samtökum.

 

Reglulega fara starfsmenn fyrirtækisins á ráðstefnur, fyrirlestra og sýningar um allan heim og náið samstarf er við erlenda kollega víðs vegar um heiminn. Þessar heimsóknir eru mikilvægar til að fylgjast með og ráðfæra sig við kollega um ný vandamál sem upp kunna að koma. Ísland er nú í meiri hættu hvað varðar smit af ýmsu tagi vegna afbragðsgóðra samgangna til og frá landinu. Við rekumst sífellt á nýjar tegundir skordýra og ná sumar hverjar fótfestu hérlendis.  Varnir og Eftirlit er sennilega eitt meindýrafyrirtækja á Íslandi sem sækir hvað flestar ráðstefnur og fyrirlestra erlendis. Þess vegna er fyrirtækið í flokki framsækinna fyrirtækja og starfsmenn þess hafa mikinn metnað til að bjóða ávallt upp á fyrsta flokks þjónustu og ráðgjöf.

 

Á meðal viðskiptavina Varna og Eftirlits  eru s.s. flugfélög, flugstöðvar, flugfraktir, flugeldhús, skipafélög, vöruflutningafélög, hótel, veitingahús, fiskvinnslur, húsfélög, fasteignafélög, heildverslanir, framleiðslufyrirtæki, endurvinnslur, vatns- og gosdrykkjaframleiðendur, ýmis félagasamtök, verslanir, bensínstöðvar, tölvufyrirtæki, gagnavörslur, heilsuræktarstöðvar, bæjarfélög, s.s. leikskólar, framhaldsskólar, íþróttahús, sundlaugar,  félagsþjónusta, opin svæði og þannig mætti lengi telja.

Starfsmenn Varna og Eftirlits taka út ástand húsnæðis með tilliti til meindýra. Eigandi Varna og Eftirlits er með Diploma í markaðs- og kostnaðarmatsfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Fyrirtækið hefur yfir góðum tækjakosti að ráða s.s. röramyndavél til að skoða holræsakerfi, sérhæfðum frystibúnaði, einum sinnar tegundar á Íslandi, til að frysta í 79°C, við erfiðar aðstæður í húsnæðum.

Reglubundið meindýraeftirlit og rétt staðsetning búnaðar eru mikilvægustu atriðin í baráttunni við meindýrin. Ráðgjöf um miklvægi þrifnaðar og viðhald húsnæðis er okkur sönn ánægja að veita. Varnir og Eftirlit er með 24 klst þjónustu allt árið og við leggjum metnað okkar í stundvísi og að veita ávallt fyrirtaks þjónustu.

Varnir og Eftirlit er umboðsaðili og flytur inn þann búnað sem notaður er af starfsmönnum við þjónustu- og forvarnarstörf hjá viðskiptavinum. Þannig tryggjum við að ávallt sé til nægur búnaður til taks í landinu. Eingöngu er notaður sérhæfður, faglegur búnaður (Professional Pest Controls Products). 

 

Ekki þarf að taka fram að Varnir og Eftirlit er með öll tilskilin leyfi frá Umhverfistofnun, Umhverfisráðuneyti, Heilbrigðiseftirliti og Lögreglustjóra.

 

 

 

 

 

Upplýsingar um fyrirtækið:

 

Varnir og Eftirlit ehf.

Lyngás 14, 210 Garðabær

Kennitala: 520301-2080

Símar: 588 5553 – 695 0522

Netfang: ve@ve.is  -  meindyr.is

Heimasíða: http//www.ve.is

Tengiliður: Smári Sveinsson S: 695 0522