Fróðleikur - Fuglar

Á Íslandi eru það fyrst og fremst þrjár tegundir fugla sem einhver vandamál er með. Það eru stari, dúfa og sílamávur.

Stari

Helstu vandmál sem koma til meindýraeyða er að Starar hafi gert sér hreiður í þakskyggnum húsa. Þá er mikilvægt að rétt sé staðið að því að eitra, fjarlægja, loka og eitra hreiðursvæðið. Ráðlagt er að fá alltaf meindýraeyðir til að eitra. Starinn er mjög skemmtilegur og duglegur fugl, hann er snillingur í söngtækni og mikill tækifærissinni. Eftir að lokað hefur verið götum er allgengt að hann komi í alltaf 2 ár á eftir að kanni aðstæður. Staraflógin er stórt vandamál ef hún kemmst inn í híbýli manna og þarf þá oft að eitra allt húsnæðið. Starar eru mikið í allskonar sorpi og geta því verið miklir smitberar. Athugið að Stari er friðaður fugl.

Starfsmenn Varna og Eftirlita hafa yfir langri reynslu að loka Stara hreiðrum og jafnframt bjóðum við upp á margvíslegar aðrar lausnir s.s. klístur, gaddar, víra, net, omfl. 

Dúfur

Dúfum hefur farið fækkandi síðastliðin ár en nú hefur orðið breiting á þar sem að búið er að friða dúfuna. Dúfur gera sér ofta hreiður á sillum og stöllum og er þá oft mikill skítur í nágreni við dúfuna.

Starfsmenn Varna og Eftirlita hafa yfir langri reynslu í að loka fyrir varpstaði og hindra dúfur í að halda til á sillum og stöllum, bjóðum við upp á margvíslegar lausnir s.s. klístur, gaddar, víra, net, omfl. 

Sílamávur

Sílamávum hefur fjölgað mjög mikið á síðastliðnum árum og hafa bæjarfélög gert átak í útrýmingu á honum á ákveðnum svæðum. Starfsmenn Varna og Eftirlits aðstoða fyrirtæki við að fæla frá og eyða Sílamávum. Hafið samband og við aðstoðum ykkur við val og aðferðum við þetta vandamál.